Eiginmaður vinkonu – ekki kærasti

Charlize Theron og eiginmaður vinkonu hennar á leiknum.
Charlize Theron og eiginmaður vinkonu hennar á leiknum. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Charlize Theron er ekki komin með nýjan kærasta. Theron leiðrétti þann misskilning á Instagram í vikunni eftir að hún sást með huldumanni á úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudag.

Eftir leikinns skrifuðu fjölmiðlar vestanhafs um að Theron hefði sést á leiknum með huldumanni og veltu því upp hvort um nýjan kærasta. Theron leiðrétti misskilninginn á Instagram þegar hún birti mynd af þeim. 

„Á Ofurskálinni með huldumanninum mínum. Takk fyrir lánið á eiginmanninum, Ash,“ skrifaði Theron við myndina. 

Theron var síðast í sambandi með leikaranum Sean Penn en þau hættu saman árið 2015. Síðan þá hefur Theron ekki opinberað neitt um ástarsambönd sín og sagði í viðtali árið 2019 að hún væri „merkilega mikið á lausu“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney