Fríd frumflutti nýjan smell í bingóþættinum

Söngkonan Sigrfíð Rut Gyrðisdóttir, eða Fríd líkt og hún kallar sig, frumflutti nýtt lag í bingóþættinum sem fram fór síðastliðinn fimmtudag. Lag hennar I Thought You Were Falling Too kom út á helstu streymisveitum á föstudaginn en Fríd og hennar föruneyti tóku forskot á sæluna og spiluðu lagið fyrir þátttakendur bingósins.

Fríd er ung tónlistarkona á uppleið. Lýsir hún tónlistarstefnu sinni sem melódísku og tilraunakenndu rafpoppi en breiðskífu frá Fríd er að vænta á allra næstu mánuðum. Flutninginn á I Thought You Were Falling Too má nálgast í spilaranum hér að ofan.

Næsti bingóþáttur er á dagskrá næstkomandi fimmtudagskvöld. Bein útsending hefst hér á mbl.is og á rás 9 á sjónvarpi Símans kl. 19.00. Allar upplýsingar um bingóið má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir