Hló að væntingum um endurheimt Lopez

Marc Anthony, Jennifer Lopez og Alex Rodriguez.
Marc Anthony, Jennifer Lopez og Alex Rodriguez. Samsett mynd

Söngvarinn Marc Anthony gat ekki annað en hlegið yfir þeim vonum og væntingum sem Alex Rodriguez lifir í gagnvart söngkonunni Jennifer Lopez.

Alex Rodriguez tjáði sig um sambandið við Lopez við tímaritið OK Magazine á dögunum. Þar sagðist hann vona til þess að Lopez myndi sakna þess sem þau tvö hefðu átt saman og vænti þess að þau gætu fallið hugi saman á nýjan leik í náinni framtíð. Anthony svaraði frásögn Rodriguez með ófáum hlæjandi lyndistáknum og gerði þar með lítið úr væntingum hans en Anthony telur Rodriguez algerlega heyra sögunni til hjá Lopez. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá.

Anthony var kvæntur söng- og leikkonunni um árabil en upp úr hjónabandi þeirra slitnaði árið 2014. Lopez og hafnaboltamaðurinn Alex Rodriguez fóru síðar að stinga saman nefjum og entist samband þeirra í þrjú ár, eða þar til Lopez tók aftur upp þráðinn við æskuást sína, Ben Affleck, í byrjun árs 2021. 

Það er deginum ljósara að Jennifer Lopez hefur aldrei verið hamingjusamari en nú. Í nýlegu viðtali við spjallþáttastjórnandann Elleni DeGeneres sagðist hún aldrei ætla að hætta með Ben Affleck. Hún komi til með að hlúa að ástarsambandi þeirra um ókomna tíð og berjast fyrir þeim til hins síðasta.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar