Kjartan snúinn aftur í Sigur Rós

Kjartan Sveinsson er snúinn til baka í Sigur Rós.
Kjartan Sveinsson er snúinn til baka í Sigur Rós. mbl.is/Einar Falur

Píanóleikarinn Kjartan Sveinsson er aftur orðinn meðlimur Sigur Rósar ef marka má samfélagsmiðlafærslu sveitarinnar síðan í gærkvöldi. Kjartan sagði skilið við sveitina fyrir áratug síðan. 

„Tvö gömul andlit og eitt nýtt andlit. Við þremenningarnir erum glaðir að vera komnir aftur saman og að vinna að því sem við elskum. Spennandi tímar framundan,“ segir við færsluna en þar má sjá Jónsa, Georg Holm og Kjartan. 

Kjartan byrjaði í hljómsveitinni árið 1997 og spilaði með sveitinni til 2008. Þá hætti hann að ferðast um heiminn með þeim og spila á tónleikum en vann með þeim í hljóðveri til 2012, en þá sagði hann skilið við félaga sína. 

View this post on Instagram

A post shared by sigur rós (@sigurros)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson