Leikkonan Rosario Dawson er hætt með bandaríska þingmanninum Cory Booker. Hollywoodstjarnan og þingmaðurinn höfðu verið saman í rúmlega tvö ár þegar þau hættu saman.
Heimildarmaður People segir að parið sé hætt að vera saman en segir þau enn vera vinir. Talsmaður Booker vildi ekki tjá sig um sambandsslitin en ekki náðist í talsmann leikkonunnar.
Leikkonan er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í myndum og borð við Rent, Men In Black II og Sin City. Booker er hins vegar öldungadeildarþingmaður New Jersey og bauð sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2021. Parið fyrrverandi kynntist sumarið 2018 á góðgerðarkvöldi. Það var hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna að ástin kviknaði. Nú er hins vegar allt búið.