Allt búið hjá Dawson og Booker

Leikkonan Rosario Dawson og Cory Booker eru hætt saman.
Leikkonan Rosario Dawson og Cory Booker eru hætt saman. AFP

Leik­kon­an Ros­ario Daw­son er hætt með banda­ríska þing­mann­in­um Cory Booker. Hollywoodstjarnan og þingmaðurinn höfðu verið saman í rúmlega tvö ár þegar þau hættu saman. 

Heimildarmaður People segir að parið sé hætt að vera saman en segir þau enn vera vinir. Talsmaður Booker vildi ekki tjá sig um sambandsslitin en ekki náðist í talsmann leikkonunnar. 

Leikkonan er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í myndum og borð við Rent, Men In Black II og Sin City. Booker er hins vegar öldungadeildarþingmaður New Jers­ey og bauð sig fram í forvali demó­krata fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2021. Parið fyrrverandi kynntist sumarið 2018 á góðgerðarkvöldi. Það var hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna að ástin kviknaði. Nú er hins vegar allt búið.  

Cory Booker.
Cory Booker. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney