Fjölskylda tökumannsins Halynu Hutchins hefur höfðað mál gegn framleiðendum kvikmyndarinnar Rust vegna andláts hennar við tökur. Á meðal þeirra sem nafngreindir eru í skjölunum er leikarinn Alec Baldwin.
Hutchins lést eftir að voðaskot hljóp úr byssu sem Baldwin hélt á. Segir fjölskyldan að Hutchins hefði ekki látist ef starfsfólk við myndina hefði fylgt öllum reglum um skotvopn á tökustað.
Lögmenn fjölskyldu Hutchins segja Baldwin og fleiri hafa ekki fylgt öryggisstöðlum, meðal annars til þess að standast tímaáætlun og að viðvaranir um brot á öryggisstöðlum hafi verið hundsaðar.
Þau sem einnig hafa réttarstöðu sakbornings í málinu eru aðstoðarleikstjórinn David Halls, Hanna Guiterrez-Reed sem sá um leikmunabyssur við tökur, og leikmunameistarinn Sara Zachry. Halls og Guiterrez-Reed hafa bæði áður verið sökuð um að fylgja ekki öryggisreglum.