Simone Biles sagði já

Simone Biles er trúlofuð.
Simone Biles er trúlofuð. AFP

Fimleikastjarnan Simone Biles er trúlofuð en kærasti hennar, NFL-leikmaðurinn Jonathan Owens, fór á skeljarnar á Valentínusardaginn. Biles þurfti ekki að hugsa sig um þegar hún sagði já. 

Biles greindi frá trúlofuninni á Instagram á þriðjudaginn. Owens bað Biles í garðhýsi í Houston í Bandaríkjunum. Biles sagði að það hefði aldrei verið jafn auðvelt að segja já og sagðist ekki geta beðið eftir að verja ævinni með unnusta sínum. 

Jonathan Owens og Simone Biles.
Jonathan Owens og Simone Biles. AFP

Biles og Owens staðfestu samband sitt í ágúst 2020 með mynd á samfélagsmiðlum. Þau fögnuðu eins árs sambandsafmæli í fyrra en gátu ekki verið saman þar sem Biles var að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. 

View this post on Instagram

A post shared by Simone Biles (@simonebiles)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney