Tanja tilnefnd í Kanada

Tanja Björk í Le Bruit des Moteurs.
Tanja Björk í Le Bruit des Moteurs.

Leikkonan Tanja Björk Ómarsdóttir er tilnefnd til kanadísku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, The Academy of Canadian Cinema & Television Awards, fyrir besta leik konu í aukahlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Le Bruit des Moteurs, eða Vélarhljóð. Tanja leikur íslenska kappaksturskonu og talar frönsku í myndinni . Verðlaunin eru þau merkustu í Kanada á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis og eru veitt af kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni þar í landi líkt Óskarsverðlaunin í Bandaríkjunum eða Eddan hér á Íslandi.
Myndin var að hluta til tekin á Íslandi og er leikstjóri hennar, Philippe Grégoire, einnig tilnefndur fyrir bestu leikstjórn en myndin er hans fyrsta í fulltri lengd. Í myndinni segir af ungum manni sem er leystur tímabundið frá störfum og heldur hann til heimabæjar síns og kynnist þar Aðalbjörgu, sem Tanja leikur. Tveir aðrir Íslendingar leika í myndinni, ef marka má Intenet Movie Database, þeir Arnmundur Ernst Björnsson og Ingi Hrafn Hilmarsson.

Hér má sjá stiklu kvikmyndarinnar:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney