Stuðboltarnir Siggi Gunnars og Eva Ruza stýra sannkallaðri fjölskylduskemmtun hér á mbl.is þegar þau færa landsmönnum rjúkandi heitar bingótölur beint heim í stofu. Fjöldi vinninga er í boði og allir sem fá BINGÓ fá vinning.
Þekktir íslenskir tónlistarmenn verða sérstakir gestir í bingóþáttunum og flytja ósvikin tónlistaratriði sem hægt er að dilla sér við á milli bingóraða. Gestur kvöldsins er söngvarinn Haffi Haff og mun hann að sjálfsögðu sjá um að halda uppi stuðinu líkt og honum einum er lagið.
Ekki missa af fjörinu!
Upplýsingar um vinninga, leikreglur, bingóspjöld og útsendinguna sjálfa má nálgast með því að smella hér.