Fyrrverandi körfuboltakappinn Lamar Odom sér eftir því hvernig hjónaband hans og athafnakonunnar Khloé Kardashian fór. Hann langar að fanga hug hennar og hjarta á ný.
„Ég kom ekki vel fram við þessa góðu konu. Ég ætla að gera allt sem ég get til að ná henni aftur,“ sagði Odom í Celebrity Big Brother á mánudag.
Odom og Kardashian voru gift á árunum 2009 til 2016 og var sambandið stormasamt.
Körfuboltakappinn fyrrverandi sagði að það hafi verið algjör vitleysa að koma svona fram við Kardashian og vonast hann til að geta bætt henni það upp. „Ég myndi örugglega bara vilja fara með henni út að borða. Það væri bara blessun að fá að vera í návist hennar. Bara að segja henni að mér þyki þetta leitt og hversu mikill hálfviti ég var,“ viðurkenndi Odom.
Kardashian er nýlega einhleyp en á síðasta ári hélt barnsfaðir hennar og kærasti, Tristan Thompson framhjá henni og eignaðist barn með annarri konu. Var það ekki í fyrsta skipti sem Thompson varð uppvís að framhjáhaldi.
„Hún hefur rétt á því að vilja ekki nokkurntíman sjá mig aftur, eftir allt það sem ég lagði á hana, en tíminn líður og fólk breytist,“ sagði Odom.