NFL-kappinn Aaron Rodgers og leikkonan Shailene Woodley eru hætt sman. Rúmlega ár er síðan að parið greindi óvænt frá því að þau væru trúlofuð eftir stutt samband. Woodley lék í myndinni Adrift í leikstjórn Baltasar Kormáks sem kom út árið 2018.
„Þau eru mjög ólík og mjög upptekin í vinnunni sem var hindrun sem þau komust ekki yfir. Þau verða áfram vinir, það eru engin illindi og ekkert drama. Þetta gekk bara ekki upp,“ sagði heimildarmaður People um parið og sagði þau hafa hætt saman í vinsemd. Talsmaður Woodley tjáði sig ekki um fréttina og talsmaður Rodgers neitaði að tjá sig um sambandsslitin.
Í janúar var greint frá því að parið fyrrverandi væru sammála um að vera ósammála um stjórnmál og aðrar lífsskoðanir. Rodgers hefur til að mynda vakið athygli fyrir að láta ekki bólusetja sig.