Conor Kennedy kominn með nýja kærustu

Söngkonan Giulia Be er kærasta Conors Kennedy.
Söngkonan Giulia Be er kærasta Conors Kennedy. Skjáskot/Instagram

Conor Kennedy, barnabarn Roberts F. Kennedy, er kominn með nýja kærustu. Er hann hættur með áhrifavaldinum Övu Dash og byrjaður með brasilísku söngkonunni Guiliu Be. Frá þessu greinir Page Six og hefur eftir heimildamanni að Kennedy og Dash hafi haldið hvort í sína áttina þegar hann hóf nám við lagadeild Georgetown á síðasta ári. 

Giulia gaf til kynna að þau Kennedy væru par í valentínusarfærslu á Instagram í vikunni. Er haft eftir heimildamanni Page Six að þau hafi verið að hittast undanfarnar vikur en að nú væru þau formlega orðin par. Hún er búsett í Rio De Janeiro í Brasílíu en hafa þau varið tíma saman í Malibu í Bandaríkjunum. 

Afi Conors Kennedy, Robert F. Kennedy, var bróðir Johns F. Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bauð hann sig fram í forvalskosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar 1968, en var skotinn til bana í júní sama ár, skömmu eftir að hann hafði tryggt sér atkvæði í Kaliforníu og Norður-Dakóta. 

Foreldrar Conors Kennedy eru Robert F. Kennedy yngri og Mary Richardson Kennedy. 

Giulia er söngkona og lagahöfundur. Hún hefur verið tilnefnd til rómönsku Grammy verðlaunanna. Hún er með 2,3 milljónir fylgjenda á Instagram og árið 2020 var lag hennar Menina Solta vinsælasta lagið á portúgölsku á Spotify.

Kennedy vakti fyrst athygli í fjölmiðlum árið 2012 þegar hann átti í stuttu ástarsambandi við söngkonuna Taylor Swift. Þau hættu saman í október 2012.

View this post on Instagram

A post shared by GIULIA BE (@giulia)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney