Nýja platan aðeins aðgengileg á 25 þúsund króna tæki

Rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West.
Rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West. AFP

Rapparinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, segist aðeins ætla að gefa nýju breiðskífu sína, Donda 2, út á svokölluðum „Stem Player“, tæki úr hans eigin smiðju.

Þessu greindi rapparinn frá í Instagram-færslu í dag þar sem kemur fram að hann ætli sér ekki að gefa út plötuna á öðrum streymisveitum á borð við Spotify, Apple Music, YouTube, eða Amazon.

Stem Player er tækið sem um ræðir.
Stem Player er tækið sem um ræðir. Skjáskot/Stem Player

Stem Player, tækið sem um ræðir, er aðeins fáanlegt á sérstakri vefsíðu þess á slétta 200 Bandaríkjadali, sem samsvarar tæpum 25 þúsund íslenskra króna.

Tækið er hannað með þeim hætti að hægt er að hlusta á lög Wests, einangra sérstakar hljóðrásir laganna og endurhljóðblanda. Hægt er síðan að taka upp „mixin“ og hlusta á þau aftur eða geyma þau á tækinu, sem býr yfir átta gígabæta geymsluplássi.

Ekki í fyrsta skipti

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem West hótar slíku en árið 2016 við útgáfu breiðskífu hans The Life of Pablo sagði hann að hún myndi aðeins koma út á streymisveitunni Tidal. „Platan mun aldrei koma út hjá Apple,“ sagði West meðal annars auk þess sem hann þvertók fyrir að hún færi í almenna sölu.

Nokkrum vikum síðar kom platan síðan út bæði á Apple Music, sem og Spotify, mörgum sem höfðu fjárfest í Tidal-áskrift til mikillar gremju.

Kemur í kjölfar fjölmiðlafárs

Tilkynning Wests kemur í kjölfar mikils fjölmiðlafárs sem tengist því sem að mörgum þykir  erfiðleikar hans við að sætta sig við að fyrrverandi eiginkona hans, Kim Kardashian, sé komin í nýtt samband með spéfuglinum Pete Davidson.

Hann hóf í dag á nýjan leik að tjá sig um málefni Kardashian og Davidson, sem hann uppnefnir oftar en ekki sem „Skete“.

Færsla Ye:

View this post on Instagram

A post shared by ye (@kanyewest)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup