Ofurfyrirsætan Adriana Lima ólétt

Ofurfyrirsætan Adriana Lima á von á sínu þriðja barni.
Ofurfyrirsætan Adriana Lima á von á sínu þriðja barni. LUCAS JACKSON

Ofurfyrirsætan Adriana Lima, birti sitt fyrsta myndband á samfélagsmiðlinum TikTok í dag, þar sem hún tilkynnti að hún ætti von á barni.

Í myndbandinu má sjá kærasta Adriönu, Andre Lemmers, bregða henni reglulega. Hún nær svo að bregða honum rækilega til baka með því að sýna honum jákvætt óléttupróf.

Hin fertuga Adriana er líklegast þekktust fyrir störf sín sem svokallaður engill fyrir nærfatarisann Victoria's Secret. Fyrir á hún dæturnar Valentinu og Siennu úr fyrra hjónabandi sínu með Marko Jaric, en þau skildu árið 2014. 

Adriana og Andre hafa verið saman síðan á síðasta ári og virðast þau spennt fyrir fyrsta barninu sínu sem er væntanlegt í heiminn í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Patricia Gibney