Söngkonan Olivia Rodrigo og pródúsentinn Adam Faze eru hætt saman eftir tæpt ár í sambandi. Rodrigo hefur stundum verið útnefnd sambandsslitadrottningin eftir að hún gaf út lagið Driver's license, sem þykir hið fullkomna sambandsslitalag.
Page Six hefur eftir heimildamönnum sínum að parið sé alfarið hætt saman, en sögusagnir fóru á kreik í janúar að þau væru hætt saman þegar hún hætti að fylgjast með honum á Instagram. Þá fóru sögusagnir einnig á kreik þegar þau eyddu ekki áramótunum saman.
Rodrigo, sem er 18 ára, hefur gert það gríðarlega gott með tónlist sinni undanfarið eitt og hálfa ár. Hún og Faze byrjuðu saman í júlí á síðasta ári, en þau sáust fyrst saman á sýningu á kvikmyndinni Space Jame: A New Legacy.