Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir mun ræða um kynni sín af söngkonunni Amy Winehouse á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal á þriðjudag í næstu viku.Þórunn og Winehouse kynntust í upphafi ferils Winehouse og skrifaði Þórunn kafla í bókina Beyond Black, sem gefin var út á síðasta ári.
Bestu vinir Winehouse gáfu bókina út og báðu Þórunni að skrifa einn kafla í bókina. Á bókasafninu mun Þórunn ræða vinskap þeirra og hvað gekk á hjá henni sjálfri í bransanum.
Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal er splunkunýtt bókasafn sem opnað var í desember. Bókakaffið með Þórunni Antonínu hefst kl. 20:00 þriðjudaginn 22. febrúar.