Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis fer með hlutverk Michelle Obama í Forsetafrúnni eða The First Lady. Um er að ræða þáttaröð á vegum Showtime sem fjallar um konurnar í lífi forseta Bandaríkjanna.
Obama, Ford og Roosevelt koma við sögu í fyrstu þáttaröðinni. Í nýrri stiklu sést meðal annars hvernig Davis fer á kostum í hlutverki frú Obama. „Ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart Michelle,“ sagði Davis á vef Entertainment Weekly. Fyrir hlutverkið skoðaði hún meðal annars hreyfingar frú Obama í heimildarmynd um hana á Netflix fyrir hlutverkið. „Það er starf okkar leikara að gagnrýna ekki þá sem við erum að leika en að lokum fannst mér hún frábær.“
Fleiri stórstjörnur leika í þáttunum. Michelle Pfeiffer leikur Betty Ford, Aaron Eckhart leikur Gerald Ford og Dakota Fanning dótturina Susan Ford. Gillian Anderson leikur Eleanor Roosevelt en Franklin D. Roosevelt leikur Kiefer Sutherland.
Þættirnir fara í loftið í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni Showtime þann 17. apríl.