Umbreytist í Michelle Obama

Viola Davis.
Viola Davis. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis fer með hlutverk Michelle Obama í Forsetafrúnni eða The First Lady. Um er að ræða þáttaröð á vegum Showtime sem fjallar um konurnar í lífi forseta Bandaríkjanna. 

Obama, Ford og Roosevelt koma við sögu í fyrstu þáttaröðinni. Í nýrri stiklu sést meðal annars hvernig Davis fer á kostum í hlutverki frú Obama. „Ég finn fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart Michelle,“ sagði Davis á vef Entertainment Weekly. Fyrir hlutverkið skoðaði hún meðal annars hreyfingar frú Obama í heimildarmynd um hana á Netflix fyrir hlutverkið. „Það er starf okkar leikara að gagnrýna ekki þá sem við erum að leika en að lokum fannst mér hún frábær.“

Gillian Anderson leikur Eleanor Roosevelt.
Gillian Anderson leikur Eleanor Roosevelt. AFP

Fleiri stórstjörnur leika í þáttunum. Michelle Pfeiffer leikur Betty Ford, Aaron Eckhart leikur Gerald Ford og Dakota Fanning dótturina Susan Ford. Gillian Anderson leikur Eleanor Roosevelt en Franklin D. Roosevelt leikur Kiefer Sutherland. 

Leikkonan Michelle Pfeiffer leikur Betty Ford.
Leikkonan Michelle Pfeiffer leikur Betty Ford. AFP

Þættirnir fara í loftið í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni Showtime þann 17. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney