Anviljugur sem aldrei fyrr

Vari er með hressari mönnum.
Vari er með hressari mönnum. AFP

Okkar besti maður í málmi, Steve Kudlow, forsprakki Anvil, sem aldrei er kallaður annað en „Lips“, eða „Vari“, situr ekki auðum höndum fremur en fyrri daginn. Von er á nýrri plötu frá bandinu, sem reynt hefur án afláts að slá í gegn frá árinu 1978 en án árangurs, en sú síðasta kom út 2020.

Vari sér fyrir vikið fram á akkorðsvinnu á túr enda þarf hann nú að kynna málmþyrstum tvær plötur samtímis. „Þetta er eins og ég veit ekki hvað. Ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður,“ segir Vari í samtali við málmgagnið The Metal Voice. Ekki nóg með það. Í téðu samtali upplýsir Vari að hann sé langt kominn með að semja efni á þriðju plötuna enda hafi hann haft afskaplega lítið fyrir stafni í samkomutakmörkunum seinustu mánaða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson