Óþekkjanleg Barbie og Ken

Lene og Réne sem Barbie og Ken.
Lene og Réne sem Barbie og Ken. Skjáskot/YouTube

Það var um þetta leyti fyrir 25 árum sem hljómsveitin Aqua skaust upp á stjörnuhimininn. Hver man ekki eftir laginu um þau Barbie og Ken eftir dönsku hljómsveitina Aqua? Lagið kom út árið 1997 og gjörsamlega sigraði heiminn. Sveitin er enn starfandi en meðlimir hennar hafa svo sannarlega tekið útlitslegum breytingum ef marka má nýjar færslur þeirra á Instagram-síðu Aqua.  

View this post on Instagram

A post shared by AQUA (@aqua.dk)

Meðlimir sveitarinnar voru upphaflega fjórir, þrír karlar og ein kona. Síðar slitnaði upp úr samstarfinu en í kjölfarið fór orðrómur af stað um ástarþríhyrning sem hafði átt að eiga sér stað innan sveitarinnar. Söngkonan Lene Nystrøm var sögð eiga í ástarsambandi við samsöngvara sinn, Réne Dif,  en síðar haldið framhjá honum með gítarleikaranum Søren RastedFjórði meðlimurinn og sá eini sem ekki var flæktur inn í meintan ástarþríhyrning, Claus Norreen, yfirgaf svo sveitina nokkrum árum síðar og fór að einbeita sér að öðru. 

Tyggjópopp ungdómsins á tíunda áratugnum einkenndist af grípandi og einfaldri lagasmíð sem yfirleitt rataði á topplista. Lagið Barbie Girl með Aqua er gott dæmi um slíkt en lagið sat á toppi Billboard listans margar vikur í röð. Fréttamiðillinn The Sun greindi frá.

Hér má hlusta á lagið og fara nokkur ár aftur í tímann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney