Breski frumkvöðullinn og YouTube-stjarnan Jamal Edwards lést um helgina, aðeins 31 árs.
Fyrirtæki hans greindi BBC frá þessu.
Edwards var stofnandi tónlistarmiðilsins SBTV sem átti þátt í að vekja athygli á tónlistarmönnum á borð við Ed Sheeran, Dave og Skepta.
We’ve lost a legend today. Jamal Edwards was an inspiration to so many, supporting artists and shaping culture through @SBTVonline. Sending our condolences to Jamal’s family & community ❤️
— YouTube (@YouTube) February 20, 2022
Edwards hlaut MBE-orðuna í heiðursskyni fyrir framlag sitt til bresks tónlistarlífs árið 2014.
Hann var viðstaddur Brit-verðlaunahátíðina fyrr í þessum mánuði og er sagður hafa þeytt skífum sem plötusnúður í Lundúnum á laugardagskvöld. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar um dauðsfallið, nema hvað að hann lést að morgni sunnudags.
We're deeply saddened to learn of the passing of Jamal Edwards. An inspiration to many, we're honoured that he was part of our Chelsea family.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) February 20, 2022
Our thoughts are with everyone who knew and loved him. 💙 pic.twitter.com/QbVOf6RU6Z