Krónprinsessan er ekki að skilja

Viktoría krónprinsessa og Daníel segja orðróminn um skilnað og svik …
Viktoría krónprinsessa og Daníel segja orðróminn um skilnað og svik ekki réttan. AFP

Viktoría krónprinsessa Svía og Daníel eiginmaður hennar neita því að hjónaband þeirra standi á brauðfótunum. Hjónin sendur frá sér tilkynningu um helgina. Kóngafólk lætur ekki gróusögur á sig fá og þykir það sæta tíðindum að Viktoría og Daníel tjáðu sig um orðróminn. 

„Það er verið að dreifa ásökunum um svik í sambandi okkar og yfirvofandi skilnað,“ sögðu hjónin í yfirlýsingu á Instagram. „Undir venjulegum kringumstæðum komum við ekki með athugasemdir um orðróm og vangaveltur. En til þess að vernda fjölskyldu okkar viljum við koma því á hreint í eitt skipti fyrir allt að sögusagnirnar sem er verið að dreifa núna eru algjörlega tilhæfulausar.“

Daníel og Viktoría krónprinsessa.
Daníel og Viktoría krónprinsessa. AFP

Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali við sænska fjölmiðilinn Expressen að þessi óvenjulega yfirlýsing hjónanna væri tilkomin vegna greina í sænska fjölmiðlinum Stoppa Pressarna. Á vef Stoppa Pressana er því haldið fram að hjónaband Viktoríu og Daníels sé í mikilli hættu. Konungsfjölskyldan er sögð hafa reynt að neita fréttaflutningnum. Ekki var tekið tillit til þess og þess vegna var þessi óhefðbundna leið farin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney