Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Elísabetu Bretadrottningu, batakveðju á Twitter. Greint var frá því í gær að drottningin væri smituð af kórónuveirunni.
Guðni beindi skilaboðum sínum að bresku konungsfjölskyldunni á Twitter. Í tístinu óskaði forsetinn drottningunni góðs bata fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. „Við sendum okkar bestu kveðju,“ skrifaði forsetinn að lokum.
Drottningin, sem er 95 ára að aldri, er með væg kvefeinkenni og mun halda áfram að sinna ákveðnum skyldustörfum út vikuna. Hún verður þó undir læknaeftirliti og mun fylgja viðeigandi leiðbeiningum.
On behalf of the people of Iceland I wish Her Majesty Queen Elizabeth II a full and swift recovery from Covid. We send all our good wishes @RoyalFamily
— President of Iceland (@PresidentISL) February 20, 2022