Heitasta leikkonan með rokkara

Lily James.
Lily James. AFP

Breska leikkonan Lily James er byrjuð með tónlistarmanninum Michael Shuman. James er ein heitasta leikkonan í heiminum í dag en hún fer með hlutverk Pamelu Anderson í þáttunum Pam and Tommy sem er verið að sýna á efnisveitunni Hulu. 

James fetaði greinilega ekki bara í fótspor Anderson fyrir framan kvikmyndavélarnar. Rétt eins og Tommy Lee, fyrrverandi eiginmaður Anderson, er nýi kærasti James einnig rokkari. Shuman er þekktur fyrir að spila á bassa með rokkhljómsveitinni Queens of the Stone Age. 

James og Shuman sáust fyrst kyssast í febrúar í fyrra en nú virðast þau vera tilbúin til þess að opinbera sambandið. James deildi myndum á Instagram á dögunum þar sem sást glitta í Shuman. 

James var áður í sambandi við leikarann Matt Smith en hætti með honum í desember 2019 eftir fimm ára samband. Þau endurnýjuðu kynnin árið 2020 en hættu aftur saman. Ástarmál James hafa verið flókin. Allt ætlaði um koll að keyra í Bretlandi haustið 2020 þegar James sást með leikaranum Dom­inic West í Róm. Svo óheppilega vildi til að West var kvæntur og þegar heim var komið sendi hann frá sér yfirlýsingu um hjónaband sitt og sat fyrir á myndum með eiginkonu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney