Mark Lanegan látinn

Lagahöfundurinn og söngvarinn Mark Lanegan lést í morgun, 57 ára …
Lagahöfundurinn og söngvarinn Mark Lanegan lést í morgun, 57 ára að aldri. Ljósmynd/Facebook

Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Mark Lanegan er látinn 57 ára að aldri. Greint er frá þessu á Facebook-síðu hans.

Lanegan, sem var söngvari og lagahöfundur, var lengi vel söngvari hljómsveitarinnar Screaming Trees. Eftir feril sinn með með sveitinni hóf hann sólóferil og vann meðal annars með hljómsveitum á borð við Queens of the Stone Age.

Spilaði hér á landi

Lanegan kom hingað til lands síðla árs 2013 og spilaði á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni. Var greint frá þeim í Morgunblaðinu eftir að blaðamaður sótti annan tónleikanna.

Var hann sagður „dularfullur og djöfullegur umvafinn rauðum bjarma upp við altarið“ og í bakgrunni hafi verið „sjálfur Jesús Kristur“.

Þá sagðist Lanegan lengi hafa ætlað til Íslands og þarna hefði „loksins orðið að því“.

Hann lætur eftir sig eiginkonu, Shelley.

Ekkert er enn vitað um banamein Lanegans en hann lést á heimili sínu í Killarney á Írlandi í morgun. Á síðasta ári var hann sagður þjást af nýrnasjúkdómi.

Færslan þar sem greint er frá andláti Lanegans:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson