Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar sem leikur fyrir Paris Saint-Germain eryfirlýstur súper aðdáandi DC ofurhetjuheimsins. Ekki er langt síðan Neymarskartaði hárgreiðslu þar sem hann hafði látið raka á sig Batmanmerkið og núna nýverið gerði hann gott betur og fékk sér tattú af ofurhetjunni á bakið.
Í gær fékk Neymar drauma tækifæri allra Batmanaðdáanda þegar hann fékk boðum að vera viðstaddur sérstaka heimsforsýningu myndarinnar The Batman í París.
Þar hitti kappinn fyrir Robert Pattinson sem fer með hlutverk Batman og leikstjórann Matt Reeves. Neymar fékk líka tækifæri á að setjast undir stýri í „The Batmobile“ sem er 1963 árgerð af Corvette Stingray með smá aukabúnaði að sjálfsögðu.
Óhætt er að ætla að kappinn hafi verið sáttur því hann birti mynd af sér undir stýri á Instagramsíðu sinni og skrifaði við færsluna „My New Ride“.
The Batman verður frumsýnd hér á landi hinn 4. mars.