Hannah Lee Fowler, eiginkona tónlistarmannsins Sams Hunts, hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum. Hjónin hafa verið gift í fimm ár og eiga von á sínu fyrsta barni í vor. Ástæða skilnaðarins er framhjáhald Hunts.
Fowler og Hunt gengu í hjónaband árið 2017 en hafa verið saman í meira en áratug. Samkvæmt skjölum sem TMZ hefur undir höndum hættu þau saman á sama tíma og Fowler sótti um skilnað. Í gögnunum sakar Fowler eiginmann sinn um hjúsparbrot. Er hann sagður hafa komið svo illa fram við hana að það sé ekki öruggt að búa með honum.
Hjónin höfðu ekki greint frá meðgöngunni opinberlega en þau eiga von á syni í maí. Vill Fowler fá framfærslu og fullt forræði yfir ófædda barninu.