Söngvari Procol Harum látinn

Gary Brooker árið 2006.
Gary Brooker árið 2006. AFP

Gary Brooker, söngvari og lagasmiður bresku hljómsveitarinnar Procol Harum, lést sl. laugardag 76 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Hljómsveitin er þekktust fyrir lagið A Whiter Shade Of Pale, sem kom út árið 1967 og náði miklum vinsældum víða um heim. Það sat meðal annars í 1. sæti breska vinsældarlistans í sex vikur. 

Brooker fæddist í London árið 1945. Hann lærði ungur að spila á píanó, gítar og fleiri hljóðfæri en faðir hans var tónlistarkennari. Hann stofnaði Procol Harum árið 1967. Hljómsveitin hætti árið 1977 en kom aftur saman 1991 í nokkuð breyttri mynd og hefur starfað síðan. Síðasta plata Procol Harum kom út árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttu lagi ættir þú að koma málum þínum heilum í höfn. Ekki gefast upp á því að ná markmiðum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson