Bandaríski NFL-kappinn Aaron Rodgers er þakklátur fyrir þann tíma sem hann og leikkonan Shailene Woodley fengu saman. Í langri færslu á Instagram þakkar henni fyrir að kenna honum hvað skilyrðislaus ást þýðir.
Rodgers og Woodley slitu trúlofun sinni í síðustu viku eftir rúmlega árs trúlofun.
„Takk Shailene Woodley fyrir að leyfa mér að elta þig fyrstu mánuðina eftir að við kynntumst, og að leyfa mér loksins að ná þér og að vera hluti af lífi þínu. Takk fyrir að standa alltaf með mér, takk fyrir að sýna mér og öllum sem þú hittir góðmennsku þína, og takk fyrir að sýna mér hvað skilyrðislaus ást þýðir. Ég elska þig og er þakklátur fyrir þig,“ skrifaði Rodgers í færslunni.
Greint var frá sambandsslitunum í síðustu viku og var parið sagt hafa skilið í góðu. Þau kynntust í heimsfaraldrinum en undanfarnar vikur höfðu þau ekki eytt miklum tíma saman.
Woodley hefur verið að vinna að fjölda kvikmyndaverkefna á meðan Rodgers hefur einbeitt sér að ferli sínum í NFL-deildinni.