Zoe Sozo Bethel, sem krýnd var ungfrú Alabama í Bandaríkjunum á síðasta ári, er látin 27 ára að aldri. Bethel lést af slysförum föstudaginn 18. febrúar síðastliðinn.
Fjölskylda hennar greindi frá andláti hennar nú í vikunni. Bethel lenti í slysi átta dögum fyrir andlát sitt, en fjölskyldan greindi ekki frá því hvað gerðist nákvæmlega. Hlaut hún mikill heilaskaða og var í dái eftir slysið.
Bethel var fréttamaður hjá Right Side Broadcasting sjónvarpsstöðinni og andlit Miss Liberty USA. Hún tók þátt í Ungfrú Alabama á síðasta ári og fór með sigur af hólmi.