Fjársjóður sem má ekki týnast

Mér fannst saga Míkhaíl Bakhtín segja einhverja miklu stærri sögu um þróun hugvísindanna á Íslandi. Það er svo gríðarlega mikill fjársjóður þarna sem má ekki týnast,“ segir Gunnar Þorri Pétursson þýðandi og sjálfstætt starfandi fræðimaður sem er við að klára bók sem fjallar um Míkhaíl Bakhtín í íslensku samhengi. 

 Míkhaíl Bakhtín skrifaði bók um Dostojevskí þar sem hann segir að Dostojevskí hafi fundið upp nýja tegund af skáldsögu, þ.e. margradda skáldsöguna. Bakhtín skrifar þessa bók 1929 og þetta er fyrsta bókin hans. Þá er Stalín að komast til valda og Bakhtín er sendur í Gúlagið og hverfur,“ segir Gunnar Þorri og rifjar upp að um 30 árum síðar hafi fræðimenn farið að grafast fyrir um Bakhtín, en flestir voru sannfærðir um að hefði farist í hreinsunum Stalíns. 

Einfættir menntaskólakennari í Mordovíu

„Sér til mikillar furðu átta þeir sig á því að hann er lifandi, en þó einfættur. Þeir hafa upp á honum í Mordovíu þar sem hann starfar sem menntaskólakennari og þá kemur í ljós að geymslur hans eru fullar af handritum sem hann hefur verið að skrifa í 30 ár en ekki getað birt. Í kjölfarið er bók hans um Dostojevskí endurútgefin. Doktorsritgerðin hans er einnig gefin út, sem er mjög fræg, og fjallar um Rabelais og hláturmenningu miðalda. Hann kemur með þessa grótesku og hið karnivalíska í menningunni. Svo fara þessi að skrif að berast til Vesturlanda og þau skiptu algjörlega sköpum í þróun fræðanna, til þessara póstmódernísku og póststrúktúralísku tíma.

Bakhtín verður ofboðslega mikilvægur fræðimaður í því sem við köllum nútímabókmenntafræði og nútímahugvísindum. Þessir straumar og stefnur berast til Íslands á níunda áratugnum,“ segir Gunnar Þorri og rifjar upp að Helga Kress hafi notað kenningar Bakhtíns til að greina Íslendingasögurnar með nýjum og spennandi hætti sem hafi algjörlega kollvarpað sýn landans á Íslendingasögurnar.

Að ósekju gerður að tákngervingi fyrir póstmódernismann

Bakhtín  verður ofboðslega áhrifamikill fræðimaður. Það gerist á sama tíma og póstmódernisminn er að nema hér land. Að mínu viti verður rosaleg gróska í bókmenntafræðinni hérlendis á 9. og 10. áratugnnum. En svo verður hnignun og hálfgert hrun,“ segir Gunnar Þorri og bendir á að Bakhtín hafi þá að ósekju verið gerður að tákngervingi fyrir póstmódernismann og það sem var að honum. 

Í bók sinni skoðar Gunnar Þorri hver hafi verið raunverulegur ásetningur Bakhtíns. „Hvers vegna voru hugmyndirnar hans túlkaðar svona inn í vestrænt samhengi, eins og þær voru gerðar? Hvaða landvinningar urðu við það og hvað tapaðist? Það sem sló mig þegar ég var í mínu meistaranámi í bókmenntafræði var að mér fannst vanta gagnrýna sögulega sýn á þessar hugmyndir sem liggja nútímabókmenntafræði til grundvallar.“

Í einstakri stöðu til að varpa ljós á túlkanir á Bakhtín

„Ég áttaði mig á því að það hvernig Bakhtín var túlkaður var allt öðruvísi heldur en minn Bakhtín, því ég hafði auðvitað lesið hann fyrst og fremst sem þennan höfund sem skrifar þessa bók um Dostojevskí og opnaði fyrir mér Dostojevskí. Ég var búinn að vera í Rússlandi og þar er einhver enn annar Bakhtín Svo er ég læs á frönsku og áttaði mig á því að þessi franski Bakhtín var enn ein Bakhtín-túlkunin. Mér fannst ég vera í einstakri stöðu til að geta varpað ljósi á túlkanir á Bakhtín,“ segir Gunnar Þorri sem um helgina hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir bókina Tsjernobyl-bænin, framtíðarannáll eftir Svetlönu Aleksíevítsj sem Angústúra gefur út. 

Viðtalið við Gunnar Þorra Pétursson má horfa á í heild sinni í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney