Stefán Óli ákvað að taka stökkið

Stefán Óli Magnússon.
Stefán Óli Magnússon. Ljósmynd/RÚV

Margir trúðu ekki sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu lagið Ljósið, í flutningi Stefáns Óla Magnússonar í fyrsta skipti. Héldu margir að söngvarinn Friðrik Dór ætti röddina og freistaði þess að taka aftur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Allt kom fyrir ekki því Ísfirðingurinn Stefán Óli er maðurinn á bak við flutninginn og kemur eins og þrumufleygur inn í íslensku tónlistarsenuna með þátttöku sinni í keppninni. 

Stefán Óli mun stíga á stokk og flytja lagið Ljósið á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fram fer næstkomandi laugardagskvöld. Lagið sömdu þeir Andri Þór Jónsson og Birgir Steinn Stefánsson en textinn er eftir hinn eina sanna Stefán Hilmarsson.

Þetta er að öllum líkindum ekki það eina sem landsmenn eiga eftir að sjá af Stefáni Óla því hann á fullt erindi inn í tónlistarmenninguna hér á landi. 

Stefán segist vera spenntur fyrir komandi Eurovisionævintýri og hvetur alla, unga sem aldna, að lifa draumana sína. 

Ef þú átt draum ekki gefast upp þótt myrkrið er of mikið til að hann geti ræst. Þú þarft bara trúa og þrá það nógu mikið! Lífið er of stutt fyrir eftirsjá,“ segir Stefán Óli sem er svo sannarlega að lifa sinn draum þessa dagana.

Hvað er Eurovision í þínum huga?

„Eurovision er fyrst og fremst fjölskyldu og vinaskemmtun þar sem allir fara út í búð og kaupa snakk og nammi og gos og setjast fyrir framan sjónvarpið til að hlusta á litríka tónlist og upplifa frábæra skemmtun,“ segir Stefán Óli. „Eurovision er líka skemmtileg afþreying sem getur tekið okkur í burtu í þennan stutta tíma frá þessum erfiða heimi sem við búum stundum í og veitir okkur gleði og ánægju.“

Hver er þín fyrsta Eurovisionminning?

Öll fjölskyldan fór saman til Mallorca nema ég þar sem ég var bara 5 eða 6 ára og greinilega ekki nógu gamall að þeirra mati til að koma með. Ég var skilinn eftir hjá ömmu og afa og man eftir að lagið Fly on the Wings of Love með Olsen bræðrum ómaði um alla stofuna hjá þeim,“ minnist Stefán Óli. „Eintómt heilalím,“ segir hann einnig en lag þeirra Olsen-bræðra bar eftirminnilega sigur úr býtum í Eurovision árið 2000.

Hvert er þitt uppáhalds Eurovisionlag? 

„Hard Rock Hallelujah með Lordi, Is it true með Jóhönnu Guðrúnu og Arcade með Duncan Laurence. Það er bara ekki hægt að velja á milli þessara topp laga,“ segir Stefán staðfastur.

Hvað er flottasta Eurovisondress allra tíma?

„Klárlega Lordi. Ég var „hardcore“ aðdáandi á þessum tíma þegar þeir kepptu árið 2006. Á þessum tíma, þetta ár þá hefði ég orðið sár ef þeir hefðu ekki tekið þetta,“ segir hann og hlær.

Hvað er það við þitt lag sem sker sig úr frá öðrum lögum Söngvakeppninnar í ár?

„Þessi spurning er erfið – því það er fullt af flottu lista fólki í þessari keppni. Allir með ólík lög á sinn hátt að ég get ekki svarað hvað stendur uppúr með okkar lag,“ segir Stefán Óli og á erfitt með að gera upp á milli söngatriða. „Ég held það verði alltaf undir almenningi komið hvað honum finnst standa upp úr hverju sinni. Við höfum öll mismunandi smekk fyrir öllu en það er einmitt það sem gerir þessa keppni svo skemmtilega, oftast er alltaf eitthvað fyrir alla,“ segir Stefán en lag hans Ljósið er ansi fallegt og hugljúft, og kraftmikið í senn.

Manstu hvar þú varst þegar Selma lenti í 2. sæti árið 1999?

„Ég var nú bara 4 ára þá,“ segir Stefán, sem var varla kominn með vit á þessum tíma. „Ég man ekki beint hvað ég var að gera þá en ætli ég hafi ekki setið með mömmu að horfa á Eurovision þá, ég er eiginlega viss um það,“ segir hann.

Allir vita að kjóllinn hennar Jóhönnu Guðrúnar var blár í Eurovision, en veistu hvernig kjóllinn hennar var á litinn í Söngvakeppninni?

„Það koma nokkrir litir upp í hugann á mér,“ segir hann hugsi. „Mitt fyrsta gisk er hvítur en ég er ekki alveg viss,“ segir hann jafnframt og var farinn að velta fyrir sér rauðum eða svörtum kjólum. „Ég held mig við hvítan, svona miðað við tilfinninguna í laginu.“

Hvaða Eurovisionlag myndir þú vera líklegur til að syngja hástöfum í Carpool Karaoke?

„Gullmolinn Euphoria með Loreen – klikkar ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup