Hannah Lee Fowler, eiginkona tónlistarmannsins Sams Hunts, er hætt við að skilja við eiginmann sinn. Fowler er ólétt og hefur verið gift Hunt í fimm ár. Hún sótti um skilnað á dögunum en hætti við stuttu seinna.
Fram kemur á vef People að Fowler hafi dregið til baka ósk sína um skilnað aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún sótti um skilnað. Hún getur þó sótt um skilnað aftur. Fowler tilgreindi hjúskaparbrot sem ástæðu skilnaðarins.
Hjónin höfðu ekki greint frá meðgöngunni opinberlega þegar Fowler sótti um í skilnað en fram kom í skilnaðargögnunum að þau ættu von á barni.