Ætla ekki að útiloka Rússa frá Eurovision

Rússland fær að taka þátt í Eurovision að svo stöddu.
Rússland fær að taka þátt í Eurovision að svo stöddu. Samsett mynd

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggst ekki hindra þátttöku Rússlands í Eurovision söngvakeppninni þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Í tilkynningunni frá EBU segir að Eurovision sé ópólitískur vettvangur sem fagnar hinum mismunandi þjóðum á grundvelli tónlistar.

Þar segir enn fremur að Rússland og Úkraína hafi bæði staðfest þátttöku sína í keppninni sem fer fram í Tórínó á Ítalíu í maí. Því verði áfram gengið út frá því að bæði ríki taki þátt við skipulagningu næstu vikurnar. „Við munum að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast náið með ástandinu.“

Ríkissjónvarp Úkraínu, UA:PBC, sendi ákall til EBU í dag þar sem sambandið var hvatt til þess að hindra þátttöku Rússa í keppninni. Í ákallinu sagði að rússneskar sjónvarpsstöðvar hafi miðlað pólitískum áróðri ríkisstjórnar Rússlands óritskoðað og tekið þátt í því að dreifa falsfréttum og misvísandi upplýsingum um ástandið í Úkraínu.

Alina Pash átti að keppa fyrir hönd Úkraínu í Eurovision en ákvað í síðustu viku að stíga til hliðar. Hefur hún verið gagnrýnd fyrir heimsókn sína til Krímskaga árið 2015, en Rússar gerðu innrás á Krímskaga árið 2014. Í stað hennar mun Kalush Orchestra keppa fyrir hönd Úkraínu með lagið Stefania.

Rússland hefur ekki enn tilkynnt um hvaða keppanda ríkið ætlar að senda í keppnina í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka