Leikarinn Ben Stiller er byrjaður aftur með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Christine Taylor. Það eru fimm ár síðan þau greindu frá skilnaði sínum eftir 17 ára hjónaband. Stiller og Taylor eiga tvö börn saman sem eru 19 ára og 16 ára.
Stiller greinir frá því hvernig þau Taylor byrjuðu saman aftur í kórónuveirufaraldrinum í viðali við tímaritið Esquire. Hjónin ákváðu að flytja inn saman í byrjun faraldursins vegna þess að þannig gæti hann hitt börnin sín í útgöngubanninu.
„Með tímanum þróaðist það,“ sagði hann og átti við sambandið við Taylor. „Við hættum saman og byrjuðum svo aftur saman og ég er ánægður með það. Þetta hefur verið yndislegt fyrir okkur öll. Óvænt, og eitt af því sem kom út úr heimsfaraldrinum.“
Leikarinn hefur lært sitt hvað á skilnaðinum og hvernig það var að byrja aftur með konu sinni. Hann segist bera virðingu fyrir því hvernig þau eru lík og ólík. Á þann hátt hafi hann lært að meta konu sína og hætt að reyna breyta sambandinu.