Harry höfðar meiðyrðamál gegn Mail on Sunday

Harry Bretaprins.
Harry Bretaprins. AFP

Harry Bretaprins hefur höfðað meiðyrðamál gegn breska fjölmiðlinum Mail on Sunday fyrir að ýja að því að hann hafi logið um að hafa greitt sjálfur fyrir löggæslu í Bretlandi. Frá þessu greinir The Telegraph.

Í vikunni greindu lögmenn Harrys frá því að hann hefði hug á því að heimsækja Bretland með eiginkonu sinni og tveimur börnum en að hann treysti sér ekki til þess vegna þess að hann gæti ekki haft þá öryggisgæslu sem hann vildi við komuna til Bretlands. 

Lögmenn Harrys greindu einnig frá því í janúar á þessu ári að hann gæti ekki komið til Bretlands án þess að njóta sérstakrar öryggisgæslu vegna þeirra hótana sem þeim hafi borist. Sögðu lögmennirnir hótanirnar væru vel og ítarlega skjalfest.

Harry greiðir sjálfur fyrir öryggisgæslu sína í Bandaríkjunum. 

Harry og Meghan hertogaynja af Sussex, eiginkona Harrys, hafa ítrekað höfðað mál gegn fjölmiðlum undanfarin ár. Á síðasta ári hafði Meghan betur gegn Mail on Sunday, en það var vegna bréfs sem hún sendi föður sínum og var birt í blaðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney