Gleðisprengjurnar Siggi Gunnars og Eva Ruza stýra BINGÓ fjölskylduskemmtun hér á mbl.is öll fimmtudagskvöld.
Þekktir íslenskir tónlistarmenn verða sérstakir gestir í bingóþáttunum og flytja ósvikin tónlistaratriði sem hægt er að syngja og tralla með á milli bingóraða. Gestur kvöldsins er rapparinn Ragna Kjartansdóttir, móðir kvenkyns rappsenunnar á Íslandi. Ragna gengur undir listamannsnafninu Cell7 en með henni í för verður plötusnúðurinn Dj Nino.
Nú þegar dagar bingósins í Vinabæ eru taldir er um að gera að skrá sig til leiks í BINGÓ Morgunblaðsins, mbl.is og K100 og taka þátt í gleðinni. Fjöldi vinninga er í boði og allir sem fá BINGÓ fá vinning.
Upplýsingar um vinninga, leikreglur, bingóspjöld og útsendinguna sjálfa má nálgast með því að smella hér. Vert er að taka fram að bein BINGÓ útsending fer einnig fram á rás 9 á Sjónvarpi Símans.