„Myndi toppa margt að mæta á Ólympíusundskýlunni á sviðið“

Systkinin Már Gunnarsson og Ísold Wilberg.
Systkinin Már Gunnarsson og Ísold Wilberg. Ljósmynd/RÚV

Það verður að segjast að systkinin Ísold Wilberg og Már Gunnarsson eru ansi fjölhæf og hæfileikarík. Systkinin koma fram undir nafninu Amarosis en þar sameina þau krafta sína og koma til með að flytja lagið sitt, Don't You Know, á fyrri undanúrslitakeppni Söngvakeppninnar sem fram fer í Gufunesbæ næstkomandi laugardagskvöld. 

„Við stofnuðum dúóið AMAROSIS sérstaklega fyrir Söngvakeppnina og erum að vinna í fleiri lögum sem við ætlum okkur að gefa út saman undir því nafni en nafnið kemur frá sjaldgæfa augnsjúkdómnum „Leber Congenital Amaurosis“ sem Már fæddist með,“ segir Ísold um tildrögin og nafngiftina. 

Ísold er ekki ókunn Söngvakeppninni en hún keppti ásamt vinkonu sinni, Helgu Ingibjörgu Guðjónsdóttur, árið 2020. Stelpurnar náðu góðum árangri í forkeppninni en Daði og Gagnamagnið báru eftirminnilega sigur úr býtum það ár. Már hefur alla tíð verið mikill söngfugl en fyrir sönginn hefur hann kannski ekki verið frægastur. Már er afreksmaður í sundi og bræddi heldur betur hjörtu þjóðarinnar með framgöngu sinni á Ólympíuleikum fatlaðra sem haldnir voru í Tókýó á síðasta ári. 

„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri til að fá að upplifa okkar stærsta æskudraum saman sem systkini. Okkur datt ekki í hug að einn daginn myndum við taka saman þátt í Söngvakeppninni með möguleikann á að syngja á stóra sviði Eurovision. Litlu Ísold og Már væru heldur betur stolt af okkur í dag,“ segir Ísold fyrir hönd þeirra systkina sem eru að vonum spennt fyrir stóra deginum á laugardaginn.

Hvað er Eurovision í þínum/ykkar huga?

„Eurovision er eins og fimmta árstíð ársins sem er á milli vetrarins og vorsins,“ segir Már.

„Þetta er bara einhvern veginn svona eigin hátíð út af fyrir sig þegar fjölskyldan og vinir koma saman og allt virðist snúast svolítið í kringum Eurovision. Þessi hátíðar tilfinning og spenna margfaldast auðvitað þegar lagið manns er valið til að keppa í Eurovision, manni hlakkar til í marga mánuði og það er það eina sem maður hugsar um,“ bætir Ísold við.

Hver er þín/ykkar fyrsta Eurovisionminning?

„Fyrsta minning mín af Eurovision var þegar ég var fimm ára og kraup á hnjánum fyrir framan gamalt túbusjónvarp með nefið bókstaflega klínt alveg upp við skjáinn til að reyna sjá Sylvíu Nótt betur,“ segir Már og hlær. 

Hvert er þitt/ykkar uppáhalds Eurovisionlag?

„Við erum með frekar ólíkan tónlistarsmekk sem gerir lagasmíðar okkar saman alltaf áhugaverðar og skemmtilegar,“ segir Ísold.

„Fairytale með Alexander Rybak og ítalska lagið Grande Amore eru eitt af uppáhalds lögunum mínum,“ segir Már.

„Ég á það til að hlusta meira á látlausari lög úr Eurovision eins og Calm After the Storm eða Portúgalska lagið Amar Pelos Dois,“ segir Ísold og kann vel við róleg og falleg lög sem hafa einhverja þýðingu.

Hvaða er flottasta Eurovisondress allra tíma?

„Már hefur verið að grínast með að mæta bara á Ólympíuleika sundskýlunni frá leikunum í Tokyo á stóra sviðið, ætli það myndi ekki toppa margt?“ segir Ísold og þau systkinin skellihlæja.

Hvað er það við þitt/ykkar lag sem sker sig úr frá öðrum lögum Söngvakeppninnar í ár?

“Lagið okkar Don’t You Know er örugglega eitt uppáhalds lagið okkar af þeim sem við höfum samið,“ segir Ísold. „Það er heiðarlegt, glaðlegt og allir geta sungið með því,“ segir hún jafnframt.

„Við förum strax í gott skap við að hlusta á það og við vonum að sú gleði muni skína af sviðinu á laugardaginn og fá landsmenn til að brosa og jafnvel dilla sér með,“ segir Már og tekur undir me systur sinni.

Manstu hvar þú/þið varst þegar Selma lenti í 2. sæti árið 1999?

„Ég var nú bara í kviði móður okkar, spenntur fyrir að koma og sigra heiminn og Ísold beið spennt eftir því að fá fyrsta bróður sinn í heiminn,“ segir Már.

„Meira af því ári man ég ekki. Í allri hreinskilni sagt,“ segir Ísold.

Hvaða Eurovisionlag mynduð þið vera líkleg til að syngja hástöfum í Carpool Karaoke?

„Ef söng má kalla það þá elskum við að syngja með „víkingagaulinu“ sem kemur í laginu Spirit in the Sky með Keiino sem keppti fyrir hönd Noregs 2019. Við erum ekki viss hvort einhver myndi njóta þess að hlusta á okkur en við myndum skemmta okkur konunglega,“ segir Ísold og hlær en lagið sem um ræðir hafnaði í sjötta sæti í keppninni árið 2019.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Þó itthvað gangi á afturfótunum hjá þér í dag þá má reikna með að svo verði ekki á morgun.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Elly Griffiths
4
Ragnar Jónasson
5
Moa Herngren