„Eurovision er eitt besta sameiningarafl sem til er“

Stefanía Svavarsdóttir.
Stefanía Svavarsdóttir. Ljósmynd/RÚV

Söngkonuna Stefaníu Svavarsdóttur ættu landsmenn að þekkja vel en hún hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Lagið Hjartað mitt, í flutningi Stefaníu, er meðal þeirra fimm laga sem munu keppa á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardaginn.

Stefanía er svo sannarlega enginn nýgræðingur í faginu heldur er hún ansi reynslumikil á sviði Söngvakeppninnar, en þetta er hennar fjórða þátttaka í keppninni. Árin,2013, 2015 og 2018 tók Stefanía þátt í keppninni en komst ekki alla leið í þau skipti. Tilraun hennar til þess að komast á svið Eurovisionkeppninnar í ár er alls ekki úti í frostinu og ómögulegt að spá fyrir um hver það verður sem mun flytja framlag Íslands í Torínó á Ítalíu í maí.

Lagið Hjartað mitt er fallegt og einlægt lag sem samið er af Halldóri Gunnari Pálssyni en textinn er eftir Magnús Þór Sigmundsson. Stefanía segir lagið hafa mikla þýðingu fyrir sig þar sem hún syngur af öllu hjarta til barna sinna og tengir sterkt við textann og innihald lagsins.

„Ég vona að fólk eigi frábært kvöld með sínu kærasta fólki og njóti vel,“ segir Stefanía sem er full tilhlökkunar fyrir næstkomandi laugardagskvöldi. „Og kjósa! Kjósa, kjósa, kjósa sitt uppáhalds lag,“ segir hún jafnframt, með mikilli áherslu. 

Hvað er Eurovision í þínum huga?

„Eurovision er bara ein stór gleðihátíð þar sem vinir og fjölskylda sameinast í að horfa og eiga gott kvöld saman. Í Eurovision er fjölbreytileikanum fagnað og það er svo geggjað að sjá þjóðir koma saman undir formerkjum tónlistar, sem er eitt besta sameiningarafl sem til er,“ segir Stefanía.

Hver er þín fyrsta Eurovisionminning?

„Ég var sjö ára að horfa á Selmu Björns keppa. Ég man ekki eftir neinu öðru atriði en hennar og því sem vann en ég hef horft á hverju ári síðan,“ segir hún en Eurovisionkeppnin er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið á alþjóðavísu.

Hvert er þitt uppáhalds Eurovisionlag?

„Wadde Hadde Dude Da með Stefan Raab,“ segir Stefanía án umhugsunar. Lagið var framlag Þýskalands árið 2000 og lenti í fimmta sæti í keppninni. 

Hvaða er flottasta Eurovisondress allra tíma?

„Mér fannst Lordi alveg geggjað og Hatari sömuleiðis,“ segir hún og hefur greinilega augastað á rokkuðum stíl.

Hvað er það við þitt lag sem sker sig úr frá öðrum lögum Söngvakeppninnar í ár?

„Ég myndi segja hugsunin á bakvið það. Að gera lag fyrir börnin okkar um börnin okkar,“ segir Stefanía. „Ég hef aldrei sungið lag áður þar sem tilfinningin kemur svona mikið beint úr hjartastað og er mér svo kær.“

Manstu hvar þú varst þegar Selma lenti í 2. sæti árið 1999?

„Já, ég var á Urðarstíg heima hjá ömmu og afa.“

Allir vita að kjóllinn hennar Jóhönnu Guðrúnar var blár í Eurovision, en veistu hvernig kjóllinn hennar var á litinn í Söngvakeppninni?

„Mig minnir að hann hafi verið hvítur.“

Hvaða Eurovisionlag myndir þú vera líklegur til að syngja hástöfum í Carpool Karaoke?

„Rise like a Phoenix með Conchita Wurst og Tonight again með Guy Sebastian,“ segir hún og á við framlag Austurríkis árið 2014, sem sigraði keppnina með laginu það ár og framlag Ástralíu árið 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney