Kominn með nýja upp á arminn

Kanye West.
Kanye West. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West er kominn með nýja konu upp á arminn. Nýja konan í lífi hans heitir Chaney Jones og er fyrirsæta. Jones og West hafa sést tvisvar saman á örfáum dögum. Jones er ekki ólík Kim Kardashian en Kardashian og West standa í skilnaði. 

Jones mætti með West á hlustunartónleika West í Miami á þriðjudaginn að því fram kemur á vef TMZ. West gaf út plötuna Donda 2 í vikunni. Jones skartaði eins sólgleraugum og Kardashian gerði þegar hún mætti á Donda-viðburð í Atlanta í fyrra. 

West og Jones sáust borða saman hádegismat á fimmtudaginn. Þá var Jones klædd í svartan þröngan samfesting, var með svart veski og með áberandi sólgleraugu. Kardashian sást oft í eins fötum. 

Samband West og Jones hefur vakið athygli erlendra slúðurmiðla. West hætti með leikkonunni Juliu Fox í febrúar, samband þeirra var afar áberandi en entist þó aðeins í nokkrar vikur. West er sagður vera með þráhyggju fyrir Kim Kardashian þrátt fyrir skilnaðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney