„Óásættanlegt að Rússar taki þátt“

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins segir það óásættanlegt að Rússar fái …
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins segir það óásættanlegt að Rússar fái að taka þátt. Samsett mynd

Ríkisútvarpið hefur sent ákall til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) um að Rússlandi verði ekki heimilað að taka þátt í Eurovision söngvakeppninni sem fer fram í maí á þessu ári. Þetta segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. 

Forsvarsmenn norrænna sjónvarpsstöðva hafa allar sent ákall til EBU um að endurskoða ákvörðun sína en sambandið gaf út þá tilkynningu í gær að Rússar mættu taka þátt. 

„Við erum bara á nákvæmlega sömu línu og hinar norrænu stöðvarnar. Við fórum sameiginlega yfir þetta og höfum þegar haft samband við EBU og sagt þeim hver okkar afstaða er,“ segir Stefán og bætir við að hann líti svo á að málið sé á borði EBU. „Við teljum það óásættanlegt að Rússar taki þátt í Eurovision,“ segir Stefán. 

Enn gó á Go_A

Úkraínska elektróbandið Go_A á að koma fram á lokakvöldi Söngvakeppninnar sem fer fram hinn 12. mars næstkomandi. Stefán segist ekki vita annað en að liðsmenn sveitarinnar séu öruggir í Úkraínu sem stendur. Hann segir að ef hljómsveitin komist örugg frá Úkraínu sé enn vilji til þess að hljómsveitin komi fram. 

„Við höfum verið í samband við umboðsmann þeirra. Við vitum ekki annað en að þau séu í Úkraínu í dag. Við höfum ekki fengið neinar staðfestar upplýsingar um stöðu þeirra og hvar þau eru,“ segir Stefán og bætir við að óvissan sé auðvitað mikil um hvort þau komist frá landinu og til Íslands. 

„Við vonum að sjálfsögðu að þau séu örugg og það á við um alla úkraínsku þjóðina. Hugur okkar er hjá þeim við þessar hörmulegu aðstæður.“

Go_A á að koma fram 11. og 12. mars í …
Go_A á að koma fram 11. og 12. mars í Söngvakeppnishöllinni.

FÁSES vill Rússa líka úr leik

„Við erum bara slegin yfir öllu þessu sem er að gerast, eins og fleiri. Við tökum alltaf skýra afstöðu gegn ofbeldi og mannréttindabrotum,“ segir Hildur Tryggvadóttir Flóvenz formaður FÁSES, félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Hildur segir viðbrögð EBU ekki hafa komið þeim á óvart. 

„Viðbrögðin frá EBU eru alveg dæmigerð. Það er okkar skoðun að staðan núna er ekki sú sama og áður. Okkur þætti alveg eðlilegt að Rússum yrði vikið úr keppni,“ segir Hildur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson