Rússar ekki í Eurovision

Rússland fær ekki að taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í …
Rússland fær ekki að taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Rússland verður meinuð þátttaka í Eurovision söngvakeppninni sem fer fram í Tórínó á Ítalíu í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) sem send var út nú síðdegis.

Þar segir að framkvæmdastjórn sambandsins hafi tekið ákvörðunina eftir að ráðleggingar bárust frá fjölda aðila. Þar segir einnig að þátttaka Rússa í keppninni myndi gera keppnina umdeilda í ljós innrásarinnar í Úkraínu.

Fjöldi sjónvarpsstöðva í Evrópu sendi í dag ákall til EBU að íhuga vandlega stöðu Rússlands í keppninni. Í gær gaf EBU út þá tilkynningu að Rússar mættu enn taka þátt en hefur sú ákvörðun nú verið dregin til baka. 

Ríkisútvarpið var á meðal þeirra sjónvarpsstöðva sem sendi ákall til EBU og sagði Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is fyrr í dag að það væri óásættanlegt ef Rússar fengju að taka þátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney