Hannah Lee Fowler hefur aftur lagt inn beiðni um skilnað við eiginmann sinn, sveitasöngvarann Sam Hunt. Er þetta í annað skipti sem hún sækir um skilnað við hann á innan við viku.
Samkvæmt heimildum TMZ var óskin um skilnað dregin til baka vegna þess að lögmaður hennar hafi sótt um skilnaðinn í vitlausri sýslu. Nú hefur hún hins vegar sótt um skilnað í réttri sýslu.
Fowler og Hunt hafa verið gift í fimm ár og ber hún nú barn hans undir belti. Samkvæmt upprunalegu skjölunum í málinu hefur Fowler sakað Hunt um að vera sér ótrúr.