Leikkonan Abigail Breslin úr Little Miss Sunshine er trúlofuð. Breslin greindi frá því í vikunni að kærasti hennar, Ira Kunyansky, hefði farið á skeljarnar. Breslin sagði auðvitað já.
Breslin er þekkt fyrir hlutverk sitt sem hin litla Olive í Little Miss Sunshine sem kom út árið 2006. Myndin var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta myndin. Nú er hins vegar leikkonan orðin töluvert eldri og á leið í hnapphelduna.
Breslin sem er 25 ára og Kunyansky sem er 31 árs hafa verið saman í fimm ár en þau byrjuðu saman árið 2017.