Vilja Rússa ekki í Eurovision

Útvarpsstjóri sænska ríkissjónvarpsins SVT hefur gagnrýnt ákvörðun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva.
Útvarpsstjóri sænska ríkissjónvarpsins SVT hefur gagnrýnt ákvörðun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Ljósmynd/Thomas Hanses

Hanna Stjärne, útvarpsstjóri sænska ríkissjónvarpsins SVT, hefur gagnrýnt ákvörðum Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). EBU sendi frá sér tilkynningu þess efnis í gær að Rússland gæti tekið þátt í Eurovision þrátt fyrir innrás sína inn í Úkraínu.

Stjärne hvetur stjórn EBU til að endurskoða þessa ákvörðun. „Ég hef skilning á því að Eurovision eigi að vera ópólitískur vettvangur. En ástandið í Evrópu er grafalvarlegt nú þegar Rússland hefur ráðist inn í Úkraínu. Þetta fer yfir öll mörk. Við höfum sent ákall til EBU að skipta um skoðun og fylgjumst grannt með málinu,“ sagði Stjärne í frétt SVT um málið. 

Rík­is­sjón­varp Úkraínu, UA:PBC, sendi ákall til EBU í gær þar sem sam­bandið var hvatt til þess að hindra þátt­töku Rússa í keppn­inni. Í ákall­inu sagði að rúss­nesk­ar sjón­varps­stöðvar hafi miðlað póli­tísk­um áróðri rík­is­stjórn­ar Rúss­lands órit­skoðað og tekið þátt í því að dreifa fals­frétt­um og mis­vís­andi upp­lýs­ing­um um ástandið í Úkraínu.

Al­ina Pash átti að keppa fyr­ir hönd Úkraínu í Eurovisi­on en ákvað í síðustu viku að stíga til hliðar. Hef­ur hún verið gagn­rýnd fyr­ir heim­sókn sína til Krímskaga árið 2015, en Rúss­ar gerðu inn­rás á Krímskaga árið 2014. Í stað henn­ar mun Kalush Orchestra keppa fyr­ir hönd Úkraínu með lagið Stef­ania.

Rúss­land hef­ur ekki enn til­kynnt um hvaða kepp­anda ríkið ætl­ar að senda í keppn­ina í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney