Haffi sótti innblástur til Páls Óskars

Hafsteinn Þór Guðjónsson.
Hafsteinn Þór Guðjónsson. Ljósmynd/RÚV

Söngv­ar­inn og stuðbolt­inn Haf­steinn Þór Guðjóns­son, eða Haffi Haff, eins og hann er oft­ast kallaður, mun freista þess í annað sinn að verða full­trúi Íslands á stóra sviði Eurovisi­on­keppn­inn­ar í ár. Haffi mun taka þátt í fyrri undanúr­slita­keppni Söngv­akeppn­inn­ar sem fram fer Gufu­nes­höll­inni í kvöld en þar mun Haffi flytja lagið sitt Gía ásamt fríðu föru­neyti.

Haffi Haff er lands­mönn­um vel kunn­ur en hann hef­ur komið víða við á sviði ís­lenskr­ar menn­ing­ar síðustu ár. Vakti hann mikla at­hygli með þátt­töku sinni í Söngv­akeppni Sjón­varps­ins árið 2008 þegar hann flutti eftirminnilega lagið The Wiggle Wiggle Song en lagið samdi Svala Björg­vins­dótt­ir á sín­um tíma. Haffi kom einnig fram í síðustu sjón­varpsþáttaröð af All­ir geta dansað sem lauk göngu sinni 2020. Þar dansaði Haffi sig inn í hjörtu þjóðar­inn­ar en framúrsk­ar­andi frammistaða hans í dans­in­um skilaði hon­um þátt­töku í úr­slitaþætt­in­um.

Hver veit hvað ger­ist í kvöld þegar kepp­end­ur stíga á stokk og flytja atriðin sín. Haffi og hans fé­lag­ar eru í það minnsta til­bún­ir og full­ir til­hlökk­un­ar þrátt fyr­ir að óveður og önn­ur vand­ræði hafi sett strik í reikn­ing­inn á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu.

„Við Marta erum búin að vera á mörg­um æf­ing­um „and it has been really good“ fyr­ir utan að það Hell­is­heiðin hef­ur verið lokuð í vik­unni og svona en ein vin­kona mín sem verður með í atriðinu býr í Hvera­gerði. Við erum búin að ná að æfa vel samt og þetta er „so much fun“ bara skemmti­legt,“ seg­ir Haffi hress og kát­ur. 

Hvað er Eurovision í þínum huga?

„Sam­glaðning­ur,“ seg­ir Haffi um leið og spurn­ing­in barst, en það nýyrði er afar lýs­andi fyr­ir Eurovisi­on, það verður að viður­kenn­ast. „Þetta er tæki­færi fyr­ir alla til að taka þátt og fyr­ir alla til að láta ljós sitt skína. Þetta er tæki­færi fyr­ir alla til að koma sam­an, mynda sér skoðanir og hafa gam­an. Það skipt­ir eig­in­lega engu máli hvað ger­ist, hver vinn­ur eða hvað, þetta er bara góður „sam­glaðning­ur“ fyr­ir vini og fjöl­skyld­ur,“ seg­ir hann.

„Ef við hugs­um aðeins aft­ur á bak í tím­ann þá var þessi keppni búin til svo að Evr­ópa kæmi sam­an eft­ir óeirðir og stríð. Þetta var bara svona; „Ok hey, let's come back toget­her in peace and do some music“ tími í Evr­ópu,“ seg­ir Haffi og bæt­ir við, „Já, og líka svona; „It's time to shake our booties,“ seg­ir hann og skelli­hlær.

Hver er þín fyrsta Eurovisi­on­minn­ing?

„Það er þegar Selma fór út með lagið If I Had Your Love. Við átt­um að sigra það ár, það var rosa­lega flott. Mér leið eins og þetta væri bara „best song ever“ og fýlaði líka þenn­an ind­verska stíl hjá Selmu og döns­ur­un­um. Þarna var ég að upp­lifa Eurovisi­on í fyrsta skipti,“ seg­ir Haffi. „Ég sá þarna hversu mik­il sam­koma þetta var og hvað það var mik­il gleði yfir öll­um,“ seg­ir hann en Selma Björns­dótt­ir tók þátt fyr­ir Íslands hönd árið 2005 og hafnaði í 16. sæti.

Hvert er þitt upp­á­halds Eurovisi­on­lag?

„Ég á mér mörg upp­á­halds Eurovisi­on­lög,“ seg­ir Haffi. „Ég „actually love“ lagið hans Palla, Minn hinsti dans. Það er svo frum­legt og öðru­vísi. Fólk hafði bara aldrei séð svona atriði áður. Þetta var svo flott, hann var svo flott­ur, „it was just per­fect“ atriði,“ seg­ir Haffi sem sótti ákveðinn inn­blást­ur til Páls Óskars Hjálm­týs­son­ar þegar hann tók sjálf­ur í fyrsta sinn þátt í Söngv­akeppn­inni með lagið The Wiggle Wiggle Song, sem Svala Björg­vins­dótt­ir samdi.

„Eup­horia er líka eitt af mín­um upp­á­halds­lög­um en „on top of everything“ er auðvitað heiður­inn færður Abba,“ seg­ir Haffi. „Water­loo „I mean“ það er geggjað lag.“

Hvað er flott­asta Eurovi­si­ondress allra tíma?

„Þegar ég hugsa til baka var Abba í ótrú­lega flott­um dress­um,“ seg­ir Haffi. „En gæ­inn sem var að syngja óperu við „techno“ hann var í geggjuðu dressi líka,“ seg­ir hann og á við flytj­and­ann Cez­ar frá Rúm­en­íu sem tók þátt í Eurovisi­on með lag­inu It's My Life árið 2013 og hafnaði í 13. sæti.

„Ástr­al­ía var samt með lang­flott­asta dressið 2019,“ seg­ir Haffi. „Hún var uppi á stöng og flaug bara um allt sviðið. Gjör­sam­lega geggjað. Skjáv­inn­an þeirra var svo flott.“

Hvað er það við þitt lag sem sker sig úr frá öðrum lög­um Söngv­akeppn­inn­ar í ár?

„Ég vil bara segja það strax að við erum ekk­ert öðru­vísi en aðrir sem eru að taka þátt. Það eru all­ir bara að „do their job and do it well“ og við erum líka að gera það. Okk­ar lag er um „inclusi­vity“ og „neutrality“ bara all­ir með og all­ir sam­an. Það væri skrýtið og lé­legt af mér að segja að við séum eitt­hvað meira „this or that“. Þetta verður þriggja mín­útna gleðisprengja hjá okk­ur en við erum ekk­ert meira hinir frá­bæru lista­menn­irn­ir sem eru að taka þátt,“ seg­ir Haffi hóg­vær og hvetj­andi.

All­ir vita að kjóll­inn henn­ar Jó­hönnu Guðrún­ar var blár í Eurovisi­on, en veistu hvernig kjóll­inn henn­ar var á lit­inn í Söngv­akeppn­inni?

„Var hann ekki hvít­ur?“ seg­ir hann og er al­veg með þetta á hreinu.

Hvaða Eurovisi­on­lag mynd­ir þú vera lík­leg­ur til að syngja há­stöf­um í Carpool Kara­oke?

„Til ham­ingju Ísland með að ég fædd­ist hér. Ég er Sylvía Nótt og þið haldið með mér.... Töff, töff, töff!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Til að vera í jafnvægi þarf lífið að búa yfir leik alveg eins og vinnu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki framhjá yfirmönnum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney