Styttist í Exit-ævintýri Gísla

Gísli Örn Garðarsson leikstýrir nokkrum þáttum af Exit.
Gísli Örn Garðarsson leikstýrir nokkrum þáttum af Exit. mbl.is/Ásdís

Gísli Örn Garðarsson leikstýrir nokkrum þáttum í þriðju þáttaröð af norsku sjónvarpsþáttaröðinni Exit. Gísli Örn og félagar í Verbúðinni leituðu til aðalhöfunar Exit og þannig kom leikstjórnarverkefnið til hans. Gísli var spurður út í verkefnið í viðtali við Morgunblaðið í tengslum við hlutverk sitt í Ég hleyp sem frumsýnt var í Borgarleikhúsið í vikunni:

Tökur þáttanna eru hafnar, segir Gísli, og að hann vaði í verkefnið fljótlega eftir að sýningar hefjast á Ég hleyp. „Aðalhöfundurinn og -leikstjórinn, Øystein Karlsen, er svona maðurinn með þetta og ég tek einhverja þætti,“ útskýrir Gísli og segist þekkja Karlsen mjög vel. „Við leituðum svolítið til hans þegar við vorum að gera Verbúðina, báðum hann að gefa okkur komment á handrit og fyrstu þættina og í rauninni bauð hann mér að koma og að vera með sér í liði þarna,“ segir Gísli og líkt og hinn almenni Íslendingur hafi hann séð fyrri þáttaraðir og sé mikill aðdáandi þeirra.

Er eitthvað fleira fram undan á árinu hjá þér sem má tala um?

„Nei, í rauninni ekkert. Ég hlakka bara til að stinga hausnum upp úr vatninu og ná aðeins andanum. Það er auðvitað alls konar í farvegi en ég þarf bara aðeins að ná lendingu aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup