Skilur vel að konur laðist að Davidson

Ben Stiller.
Ben Stiller. mbl.is/AFP

Hollywood-leikarinn Ben Stiller segist skilja það vel að fólk laðist að grínistanum Pete Davidson, kærasta athafnakonunnar Kim Kardashians. Ben Stiller lýsti yfir aðdáun sinni á grínistanum þegar hann barst til tals í útvarpsþættinum Howard Stern Show á dögunum. 

„Fólk elskar að horfa á hann í Saturday Night Live,“ sagði Stiller. „Fólk gjörsamlega laðast að honum. Enda hefur hann bara algjöran sjarma yfir sér,“ sagði hann jafnframt og þóttist vel skilja hvers vegna fólk hrífist jafn mikið að honum og raun ber vitni. Þá aðallega kvenþjóðin. 

„Hann er ótrúlega sætur strákur,“ hélt Stiller áfram. „Hann er líka svo mannlegur. Hann hefur þvílíkan þokka, hann er fyndinn og hann er orðinn mjög frægur fyrir....“ sagði Stiller hikandi áður en þáttastjórnandinn Howard Stern greip fram í fyrir honum og spurði: „Stefnumót, er það ekki?“

Pete Davidson ásamt Kim Kardashian og fjölskyldumeðlimum hennar.
Pete Davidson ásamt Kim Kardashian og fjölskyldumeðlimum hennar. Skjáskot/Instagram

Stiller samþykkti það en taldi Davidson þó líka mjög þekktan fyrir framgöngu sína í Saturday Night Live þáttunum. Tilhugalíf Davidsons hefur mikið verið í deiglunni síðustu ár en hann hefur átt í ástarsamböndum við margar stórstjörnur í gegnum tíðina.

Pete Davidson og Kim Kardashian hafa verið á allra vörum síðustu misseri en sjóðandi heitt ástarsamband þeirra vakti mikla athygli í lok síðasta ár og virðist vera á góðri vegferð. Þá átti Davidson í ástarsambandi við söngkonuna Ariönu Grande en það slokknaði á neistanum á milli þeirra eftir nokkurra mánaða samband. Fyrirsætan Kaia Gerber, Margaret Qualley og Kate Beckinsale eru líka konur sem hafa átt stað í hjarta Davidsons á einhverjum tímapunkti.

Ástalíf Stillers hefur einnig verið ágerast en hann sagði frá þeim gleðitíðindum í vikunni að hann og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Taylor, væru aftur tekin saman eftir að hafa bundið endi á hjónaband sitt árið 2017.   

Pete Davidson og Ariana Grande voru par um tíma.
Pete Davidson og Ariana Grande voru par um tíma. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup