Stundum hallærislegt að eiga mömmu sem rappar

„Ég veit ekki alveg hversu töff maður þarf að vera til þess að börnunum manns finnist það,“ segir móðir íslenska kvenrappsins, Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7 líkt og hún kýs að kalla sig. Það eru ekki öll börn það lánsöm að eiga mömmu sem rappar á kvöldin og um helgar eða á milli þess sem hún sinnir móðurhlutverki og heimilishaldi. Ragna á hins vegar þrjú börn, þau Bjarna, Emil og Jónu, og virðist hún ekki eiga í vandræðum með að halda öllum þessum boltum á lofti, að vera rappdrottning og húsmóðir og mamma allt í senn.

„Ég er bakarameistari,“ sagði Ragna án umhugsunar þegar hún var spurð hvort hún væri meira fyrir eldamennsku eða bakstur. Sagðist hún eingöngu baka nákvæmlega eftir uppskriftum en væri ekki með drögin að þeim í hausnum. 

Cell 7 flutti tvö lög í bingóþættinum síðastliðinn fimmtudag en áður en hún fór á svið svaraði hún nokkrum spurningum þar sem margt áhugavert og skemmtilegt kom upp úr dúrnum. Spjallið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.

Fjölskylduskemmtun í hæsta gæðaflokki

Næstkomandi fimmtudagskvöld heldur bingófjörið áfram. Besti bingóstjóri í heimi, sjálfur Siggi Gunnars, hefur verið afar blíðlátur við bingóguðinn það sem af er vikunni og vonandi skilar það sér til bingóspilara á fimmtudaginn. Heyrst hefur að vinningar vikunnar verði trylltir! Allir sem fá BINGÓ fá vinning.

Bein útsending hefst hér á mbl.is og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans kl 19.00 öll fimmtudagskvöld. Allar upplýsingar má nálgast hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Snæbjörn Arngrímsson