Þrjú lög komust áfram í kvöld

Kynnar Söngvakeppni sjónvarpsins.
Kynnar Söngvakeppni sjónvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú lög komust áfram í seinni undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Áhorfendur kusu tvö lög áfram úr keppninni sem fór fram í kvöld. Annað lagið sem áhorfendur kusu áfram til að keppa í úrslitum Söngvakeppninnar 2022 var framlag Reykjavíkurdætra, lagið Tökum af stað.

Reykjavíkurdætur fluttu lagið Tökum af stað.
Reykjavíkurdætur fluttu lagið Tökum af stað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hitt lagið sem tryggði sér sæti í úrslitum var lagið Þaðan af með Kötlu. 

Katla komst áfram í kvöld.
Katla komst áfram í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjórn keppninnar ákvað þó að hleypa einu lagi enn áfram (wild card) og var það Don’t you know, íslenska útgáfan í flutningi systkinanna Más Gunnarssonar og Ísoldar Wilberg en þau komu fram undir nafninu Amarosis.

Úrslit keppn­inn­ar munu fara fram næsta laugardag 12. mars og verða fimm lög flutt sem keppast um að komast á Eurovision söngvakeppninni sem fer fram í Tórínó á Ítalíu í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup