Geitungur á tungunni

Rob Halford á Harleynum sínum á sviði. Að vísu þrjátíu …
Rob Halford á Harleynum sínum á sviði. Að vísu þrjátíu árum síðar. Ekki fannst mynd af bassaleikara Touch í safni blaðsins. AFP

Bandaríska rokkbandið Touch varð að gera hlé á leik sínum á fyrstu Monsters of Rock-hátíðinni í Donington-garði í Englandi sumarið 1980 fyrir þær sakir að einn bandingja gleypti geitung. Þetta staðfestir Jennie Halsall, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar, í nýrri bók um breska málmsamfélagið á níunda áratugnum, Denim & Leather. „Það flaug geitungur upp í söngvara Touch meðan þeir voru á sviði og hann varð að hætta. Margir héldu að þetta væri bull en svo var ekki. Þetta var alveg galið.“

Söngvarinn sjálfur, Mark Mangold (gull af manni?), leiðréttir Halsall raunar í bókinni. „Þetta var Doug Howard, bassaleikarinn okkar. Hann var að fá sér sopa af bjór sem hann geymdi ofan á magnaranum og það var geitungur í honum.“

Sumsé ölvaður og árásargjarn.

Allan Jones, blaðamaður Melody Maker, sem var á svæðinu, staðfestir þetta. „Eftir að hafa liðið sálarkvalir gegnum prógrammið þeirra þá var ég að vona að þetta hefði verið söngvarinn.“

Blaðamenn alltaf jafnkaldhæðnir og Makermenn lítið í rokkinu!

Þetta var mergjaður dagur

Þrjú af stærstu nöfnunum í bresku bárujárni á þessum tíma voru líka á staðnum, Rainbow, Judas Priest og Saxon, auk Scorpions, kónganna í Þýskalandi, April Wine frá Kanada og bandaríska bandsins Riot.

Rob Halford, söngvari Priest, vakti mikla lukku þegar hann ók inn á sviðið á Harley Davidson-mótorhjólinu sínu. Eini staðurinn sem hann má það enda hefur Halford aldrei tekið mótorhjólapróf. Sjálfur var hann í skýjunum með giggið, ef marka má bókina. „Þetta var mergjaður dagur. Fyrsta málmhátíðin sem setti af stað bylgju, ekki bara í Bretlandi, heldur um alla Evrópu.“

Skegnesingurinn Graham Bonnet var á sinni tíð umdeildur söngvari Rainbow, …
Skegnesingurinn Graham Bonnet var á sinni tíð umdeildur söngvari Rainbow, sem var aðalnúmerið á hátíðinni. Þótti helst til of fínn í tauinu. Denaflows.com


Menn upplifðu það ekki síður í mannhafinu en á sviðinu. „Maður var úti á engi með fjölda fólks sem ann því sama og maður sjálfur,“ segir hinn kunni málmskýrandi Dante Bonutto í bókinni. „Það var í senn valdeflandi og skilgreinandi. Risastór vitnisburður um að rokk væri ekki bara samsafn banda – heldur fjöldahreyfing og alþjóðlegt afl.“

Ungur gestur, Andy Copping, upplifði þetta með sama hætti: „Sérhver maður þarna var ég. Fjölritað eintak af mér. Fyrir pilt úr fásinninu í Lincoln var þetta ótrúleg upplifun.“

Leyfum plötusnúðnum og tónleikahaldaranum Neal Kay svo að eiga lokaorðin: „Þarna höfðu tónleikahaldarar áttað sig á því að rokkelskir væru aldrei að fara að sætta sig við blandaðar hátíðir. Ekki í þessu landi. Ekki að ræða það. Þannig erum við bara. Rokk er lífsstíll. Ekki bara tónlist.“

Nánar er fjallað um fyrstu Monsters of Rock-hátíðina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup